Í Kerhrauni má finna marga meistara en ekki nema einn stórmeistara í skák

Þröstur Þórhallsson, Kerhraunari með meiru varð Íslandsmeistari í skák í fyrsta sinn eftir sigur á Braga Þorfinnssyni.

Þröstur og Bragi komu jafnir í mark á Íslandsmótinu sjálfu sem fram fór í apríl 2012 og var það sterkasta á þessari öld. Þeir þurftu að há fjögurra skáka einvígi um titilinn með hefðbundnum umhugsunartíma og lauk því með jafntefli 2-2 á. Teflt var til þrautar og þar tefldu þeir eins margar skákir og mögulegt var samkvæmt reglum þar um.

Þetta er í fyrsta skipti sem Þröstur verður Íslandsmeistari í skák en hann tók fyrst þátt árið 1985. Titillinn tryggir Þresti sæti í landsliði Íslands sem keppir á Ólympíuskákmótinu í Istanbúl haust 2013 og jafnframt mun hann tefla fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem haldið verður í Póllandi í apríl 2013.

 

.
Þá sést hann ekki mikið í Kerhrauninu í ár

INNILEGA TIL HAMINGJU ÞRÖSTUR