Á ágætis ágústkvöldi var farið í myndavélaviðgerð

Þegar svona dagur eins og var í dag er að kveldi kominn og hitinn er enn 20° þá er ekki sagt nei þegar bíltúr er í boði í Kerhraunið til þess að komast í samband við umheiminn aftur. Blessunin hún myndavélin hafði verið sambandslaus í 2 daga og sumir ekki í rónni að geta ekki séð neitt, því var það að varahlutir voru keyptir og viðgerðarmaðurinn tilbúinn í slaginn.

Það er skemmst frá því að segja að nú er vélin komin í lag aftur og fleiri en einn brosa út að eyrum.

FullSizeRenderc

qw

cc

Capture