„Morð í Kerhrauni“ er staðreynd í lok ágúst 2015

Það getur allt gerst í Kerhrauni og atvik sem þetta er að gerast allan sólarhringinn þar sem þetta tengist dýraríkinu.

Ásgeir sendi neðangreinda mynd inn og með henni er smá saga sem endar skondið.

Smyrill nokkur gerði sér ferð til Ásgeirs og Kristínar og var greinilega svangur, hann gerði sér lítið fyrir og „framdi morð“ á bílaplaninu og ekki nóg með það heldur át hann bráðina á staðnum og fiðrið fauk út um allt plan.  Ekki var hann pakksaddur því hann tók aðflug að borði þeirra hjóna og lenti þar enda voru tvær máltíðir í boði á borðinu.

Nú voru góð ráð dýr, Smyrilinn varð bara að velja á hvorri bráðinni hann ætti að byrja, eftir smá stund leggur hann til atlögu og velur fuglinn vinstra megin á myndinni. Hann varð steinhissa hversu fuglarnir voru rólegir og dauðhrökk við þegar bráðin lagðist á hliðina eins og sést á myndinni.

Þarna voru aðstæður sem hann réð greinilega ekki við og hætti því við frekari aðgerðir, það sem hann vissi ekki var að í raun vann hann afrek mikið því það eru ekki allir sem geta sagt að þeim hafi tekist að velta Ásgeir um koll….)))))

fugl