Vegagerð vorið 2024

Enn og aftur skellur þetta tímabil á og endalaust virðist vera þörf á lagfæringum. Að vanda er Faxaverk ehf. með Hall fremstan í flokki mættur á svæðið með tól og tæki.

Í ár eráhersla lögð á að setja yfirlag á vegi á C svæðinu sem gerðir voru í fyrra og þeir síðan jafnaðir og valtaðir.

Síðan er loks komið að A svæðinu (hólnum) en þar þarf heilmikla uppbyggingu og síðan er vestan megin í hólnum líka verulega vinna við að laga veginn. Allt hefur gengið vel fram að þessu og vonandi lætur fólk í sér heyra með niðurstöðuna þegar hún er kunngjörð.

Í beinu framhaldi verður svo farið í að breikka 2 beygjur á Samlagsveginum, fyrstu beygju þegar komið er af Biskupstungnabrautinni og síðan síðustu beygju við grindahliðið á milli hólanna.

Í lokin er bent á að þeir sem þurfa að þvera vegi vegna lagna bera algera ábyrgð á því að frágangur sé til samræmins við það sem í byrjun var.