Vegaframkvæmdir 2019 – Dagur 2

Áður en sólin náði að rísa að morgni þess 21. maí voru allir komnir í startholurnar enda sama sumarblíðan og daginn áður, Hallur enn á lífi eftir matinn minn þannig að planið var sáraeinfallt „halda vel á spöðunum“ fram á kvöld.

Gunnar hefilmaður varð að láta hendur standa fram úr ermum því það þurfti að keyra 34 bílum af efni í veginn (varð reyndar meira),  hefla og hefla og síðan valta. Finnsi tók sér frí seinnipartinn til að leika valtaramann en auðvitað sjá það allir að þetta var heljarinnar vinnutörn og það skemmtilegasta af öllu var auðvitað að niðurstaðan var svo góð, sem sé klæðning 22. maí sem reynar var á plani þann 23. jibbí jei.

Eftirfarandi myndir sýna breytingar dagsins. En duglegir voru allir sem að þessu komu og ber að þakka þeim.

Öll vídeóin og allt bullið í mér þar er á fésinu og verða bara þar…)))