Vegaframkvæmdir 2019 – Dagur 1

Loksins er komið að einhverjum stærstu framkvæmdum sem félagið okkar og félögin sem standa að Samlagsveginum hafa staðið fyrir en það er að klæða samlagsveginn með varanlegu efni. Framkvæmdin mun taka 4 daga og í dag var dagur eitt.

Hefilmaðurinn hann Gunnar okkar eldgamli heflari var mættur um 8:30 og hans hlutverk var að hefla og slétta veginn sem mest og síðan þar sem vantaði efni í þar þar kom Hallur og co inn. Gunnar sem er góður heflari og sóttist verkið vel enda Gunna á staðnum..)) að halda honum við efnið…))).

Í gær kom Hallur komið með gröfuna og valtarann og planið var að koma með tvo vörubíla fulla af viðgerðarefni fyrir holurnar í fræsingnum í morgun

 

Það stóð og var efninu sturtað á planið á beina kaflanum og skyldi notast þegar tími væri til og meðan haugurinn stóð í dag spókuðu ýmsir fuglar sig á toppi hans og undu sér vel.

Verkið hefur unnist vel í dag og var eins og áður sagði Gunnar á heflinum, bíll frá Halli í efniskeyrslu og Hallur sjálfur á valtaranum og um kl. 17:00 voru þessi kappar búnir að laga og slétta veginn og hittust allir við hliðið á milli hólanna og tóku verkfund….))

Kerhraunurum ber að hrósa fyrir tillitsemi en skassið var sent á tvo á öðrum svæðum þar sem annar þeyttist með ofhlaðinn bíl af rauðamöl um nývaltaðan og sléttan veginn dritandi möl út um allt og síðan annar á beltagröfu á veginum og bara mold út á veginn. Þessir aðilar tóku skömmum ,,))) vel og er þeim fyrirgefið.

Það var ekki eins og VEGAMÁLASTJÓRINN væri hættur, ó nei hann rauk upp í gröfuna og byrjaði að keyra í holur og þá var mér allri lokið og samdi við Finnsa að fara á valtarann sem hann og gerði og þeir félagar hafa því sett í stóran hluta en síðar verður farið í að laga meira.

Það er mjög stór dagur á morgun, það verða keyrðir 34 bílar af efni úr Ingólfsfjalli og því er nauðsynlegt að fara á milli hólanna og eru menn í kappi við tímann því sennilega kemur aðalefnið á miðvikudag og þá verður vegurinn kláraður.

Af verki loknu verða svo sendar út leiðbeiningar eða tilmæli hvernig við þurfum að keyra um veginn.

Takk allir fyrir daginn í dag og óskir um áframhaldandi gott gengi.