20. febrúar 2013 í Kerhrauni – Snjólaust, hvað er að gerast ?

Það er með ólíkindum hvað veðurguðirnar eru að fara mjúkum höndum um landið okkar þennan veturinn, félagið hefur ekki eytt krónu í snjómokstur, engin vandræði hafa skapast vegna veðurs og þetta þýðir bara það að við þurfum að vera þakklát fyrir það sem að okkur er rétt.

Auðvitað hefur svona tíð líka orðið til þess að gróður ruglast og tré fara að bruma, vonandi gerir enga ótíð það sem eftir er af vetri,  heldur haldi veðrið áfram að vera gott alveg fram á vor.