Þungatakmörkunum aflétt frá Biskupstungnabraut

Þeir félagsmenn sem eru í byggingarframkvæmdum eru beðnir um að ÍTREKA við verktaka sína að gæta varúðar og keyra ekki mikið í köntunum á vegum með klæðningu.

Einnig eru þeir sem eru að fara að taka inn heitt og kalt vatn á C svæði að vera í sambandi við stjórn vegna væntanlegra vegaframkvæmda þann 22. maí nk. kerhraun@kerhraun.is

Þverun á vegi þarf að vera lokið fyrir 22. maí og hefur stjórn haft samband við Hitaveitu Hæðarenda og hreppinn vegna þessa máls og látið þá vita af vegaframkvæmdunum.