G&T dagurinn er 3. júní nk. og hefst kl. 10:00Sumarið er að koma í Kerhrauni og það styttist í G&T daginn!

Fyrir nýja Kerhraunara þá er G&T dagur, gróðursetningar- & tiltektardagurinn okkar og í ár höldum við hann laugardaginn 3. júní.

TAKIÐ DAGINN STRAX FRÁ ÞVÍ ENGINN VILL MISSA AF SVONA SKEMMTULEGUM DEGI
SEM LÝKUR MEÐ GÓÐU GRILLI

Við mætum hress og kát kl. 10:00 á gámaplaninu og vinsamlegast takið með ykkur vinnuvetlinga, klippur, skóflur og hjólbörur – eða eftir því sem við á.

Að þessu sinni þarf að vinna a.m.k. eftirtalin verk og mannaflaþörf:

Gróðursetja á sameignlega útivistarsvæðinu – 6
Gróðursetja sumarblómin við fánastöngina – 2 blómaálfar
Losa brettin við girðinguna ofan rafhliðs – henda á Gámastöðina – 2-3
Klippa dauðar/brotnar greinar á trjám – meðfram beina kaflanum og víðar – 2-3
Stinga upp sjálfsáð tré við Seyðishólagirðingunni og setja á góðan stað – 2-3
Yfirfara og laga varðeldsbekkina í Gilinu – 2 laghendir ehf.
Mála rammann kringum nýja skiltið – Fimleikafélag Kerhrauns
Setja upp flóttaleiðarskiltið og 5 göngustígaskilti – 2-3

Endum eftir fáeinar góðar stundir með smá grillglaðningi.

Með kveðju og stjórn hlakkar til að sjá sem flesta Kerhraunara á G&T deginum