Fallegt í Kerhrauninu að vanda miðvikudaginn 8. janúar 2014

Þegar neðangreind mynd er skoðuð er eins og janúar sé að verða búinn og sólin sé að segja okkur að brátt komi vorið með allri sinni dýrð, hvað sem því líður þá er ekki annað hægt að segja en miðvikudagurinn 8. janúar 2014 hafi verið fallegur en hálkan hefur verið til staðar um tíma.

Húsin eru böðuð í geislum sólarinnar og „Staðarhaldarinn“ búinn að slökkva á jólatrjánum og farinn að huga að þorrablótinu sem haldið er árlega okkur sem það sækjum til mikillar ánægju.