Nánast ekkert ferðaveður en samt þarf að komast heim

Eftir fallegan laugardagspart þann 12. janúar 2014 þá boðaði veðurstofan veðurbreytingar sídegis og eins og sést á myndinni hér að neðan þá er veðrið orðið ansi vont og færð farin að spillast.

Nú er hálfleikur hjá íslenska handboltalandsliðinu og við verðum að vona að þeim sem heim þurfa að komast gangi jafn vel og „strákunum okkar“ hefur gengið í leiknum, enda engin ástæða til að ætla að svo verði ekki því bæði lið eru með frábæra þjálfara, „strákarninir okkar“ með Aron og „okkar fólk“ með Þráinn.

Það er stundum gaman að lenda í smá ævintýrum á veturna.

Góða ferð heim allir þeir sem eru þarna úti í snjóbylnum.