&T dagurinn er eftir tæpa viku – Breytt áhersla

Það þarf að ítreka að &T dagurinn er næsta laugardag og í þetta skipti verður aðaláherla lögð á fágun svæðisins og nánast ekkert gróðursett á vegum félagsins, þeim mun meiri áhersla lögð á að gera fínt, bera áskiltið og húsgögnin, setja upp fánastöngina, laga Kerbúðina, bera í göngustíg/a og svo endum með pyslupartíi eins og alltaf.

Bara til að ítreka þá eru plöntukaup til félagsmanna á leið til þeirra í tölvupósti á morgun sunnudag og í ár er boðið upp á þessi þá gullfallegu blágreni, allt að 1,75 mtr á hæð á aðeins kr. 7.000.- og svo skrautreyni sem er 2 mtr. og meira á alveg hlægilegu verði aðeins kr. 8.000. kr en þið fáið myndir í tölvupóstinum.

Pöntun þarf að berast fyrir miðvikudagsmorguninn 3. júní og svo er að setja sig í gírinn fyrir næstu helgi.

helga1

skrautreynir

Svona lítur Skrautreynir út en tekið skal fram að þetta er tekið af google,com svo allir átti sig á tegundinni.

 

Ef einhverjir hafa áhuga á Flúðamold eins og keypt var í fyrra í hvítu sekkjunum þá kostar pokinn kr. 15.000 alveg eins og í fyrra og komið með hann á staðinn og endilega látið í ykkur heyra ef fréttaritarinn bullar um verð.