Fræsingur, hvað er nú það?

Nú þegar búið er að bera á vegina að hluta í Kerhrauni svokallaðan fræsinginn þá er skilningur manna misjafn þegar talað er um varanlegt efni, spurningar  koma og stundum heilabrot, því er gott að útskýra hvað það er sem gerist þegar svona efnið er borið á.

Allar hafa séð þegar verið er að fræsa malbik upp til að þess að laga veginn aftur, þennan fræsingu er farið með í malbikurstöð þar sem efnið er malað saman og þá má nota það aftur. En þá er það spurningin, hvernig virkar þetta efni, jú það er olía í efninu og þegar því er keyrt út á veginn þá er vegurinn heflaður og valtaður og þá hefst tími þar sem smá tíma tekur að keyra efnið niður, kjöraðstæður eru smá hiti og rétt hitastig þá gengur það fyrr fyrir sig ef keyrt er frekar mikið á því.

Nú er þessi tími hafinn hjá okkur og því þarf að aka mjög hægt meðan efnið bindst og smá saman þegar sólin fer að skína þá límast steinarnir saman og úr verður varnanlegt efni.

Til gaman þá fór ég á leiðinni heim í gegnum Geithálsinn þar sem þetta efnið hefur verið notað í mörg ár og mörg hundruð bílar keyra um á hverjum degi, þar er þetta nú frekar illa farið eftir áralanga keyrslu en til gamans tók ég myndir til þess að fólk átti sig á því hvernig þetta mun líta út.

 

016a4eff5cfabd52f24750b63ea114da2cb0c21749

Á ofangreindri mynd er meira af ljósum steinum heldur en sett var á hjá okkur

017584306cd42a9a2bf18d67314ed0d044c20d2776

Þetta er líkara því sem þetta kemur til með að líta út