Senn kemur veturinn og þá er gott að vera á Facebook

Það eru örugglega ekki margar vikur í það að snjórinn byrji að hrella okkur, sú hugmynd kom upp að ítreka við Kerhraunara að gerast meðlimir í hópnum „KERHRAUNARAR“ en með því auðveldar það samskipti okkar þegar snjómokstur er eða upplýsingar um færð.

Auglýsa á ákveðnar moksturhelgar en ef sú helgi dettur út vegna veðurs þá verður það næsta helgi á eftir sem mun verða fyrir valinu.