Samlagsstjórn með vinnudag – Golden Gate og Halls Gate

.
Ákveðið var að koma ristarhliðinu niður þar sem það hafði verið fjarlægt þegar vegaframkvæmdir voru í fyrra og í leiðinni var ákveðið að setja gamla ristarhliðið sem Kerhraun átti á milli hólanna. Planið er að þar verði svo settur talnalás og Kerhraunurum sent öryggistalan. „Af hverju má þetta ekki vera bara opið“ spurði einhver, það er alveg skýrt að við ætlum ekki að viðhalda vegi sem notast af almenningi en er verið að vinna í því að seetja á veginn fræsing.

Það er því AFSKAPLEGA mikilvægt að allir sem ganga um þetta hlið loki á eftir sér þegar farið er milli hólanna, t.d. með rusl sem ekki má fara í heimilssorpsgáminn….)).

Formaður Samlagsstjórnar (nefdur Harðstjórinn) af sumum ásamt Vegamálastjóra skipulögðu þennan dag og auðvitað komu þeir stjórnarmenn sem gátu og sumir voru með viðhengi með sér. Eins og flestir munu sjá þá tókst þetta með ágætum og Þorvaldur á E svæði hafði orð á því að ef hann beyglaði bílinn sinn myndi hann hringja í Sighvat og biðja hann að rétta hann svo ánægður var hann nú. Allir lögðu á sig mikla vinnu og ber að þakka þeim fyrir þetta framlag og auðvitað kom Viðar líka því hann er eins og skáti „Alltaf til reiðu búinn“  Takk innilega Faxaverk sem er svo gott að eiga að ALLLIR hinir strákarnir fá rós í hnappagarið.

Eftir þetta eigum við Golden Gate og Halls Gate og þeir sem vilja skreyta hliðstaurinn mega það með fallegum fuglahúsum

Eftirfarandi myndir tók HARÐSTJÓRINN