G dagurinn var haldinn 9. júní 2018 – T dagurinn síðar í júní

Það er svo gaman að sjá tré bætast við í Kerhrauninu og fólkið sem mætir leggur sitt að mörkum að auka gæði svæðisins. Það viðraði ekki sem best en rættist þó úr veðrinu um það leiti sem Kerhraunarar hófu störf. Að vanda er þetta mikið til sami hópurinn sem leggur það á sig að mæta en þó mátti sjá ný andlit.

Finnsi og Viðar fóru í gærkveldi og tóku allar holur við Seyðishólinn og settu tré við hverja holu. Þá komu þær Lára og Gunna með kerruna góðu sem á var vatnskar og vökvuðu alla hnausana sem vour margir hverjir dálítið þurrir.

Þegar litið var út í morgun var heldur dapurt skyggni og upphófst mikil leit að vatnsgöllunum sem hafði svo verið hent um árið vegna steypuskemmda og raufa, því þurfti Finnsi að brenna á Selfoss og kaupa nýjan sem fór honum svaka vel.

Síðan fóru Viðar og Finnsi og mokuðu holur við „Útí móa“ leiksvæðið sem alltaf verður fallegra og fallegra með hverju árinu sem líður.

Hrymurinn sem ætlar að vera svoooooo stór

Stundvíslega kl. 13:00 var ALLstór hópur mættur til að leggja sitt að mörkum og fegra svæðið, eftirfarandi myndir sýna framkvæmdir á G deginum og það sem efst er í huga er að þakka fyrir að þið tókuð tíma og mættuð því hvað er fallegra en þetta fallega fólk og Kerhraunið okkar.

Nú var allt búið upp við Seyðishólinn og þá var stormað Útí móa en áður en haldið var af stað varð að taka hópmynd, auðvitað…………))))

Nú var búið að setja niður 36 flöskutré og hvað annað að gera en að skella sér í pylsupartí til VEGAMÁLASTJÓRANS HALLS

Svo verður hóað í annan dag sem er þá Tdagurinn 2018 og þá verður nú löng biðröð því allir eru brjálaðir í tiltekt. Í lokin vil ég þakka öllum trjákaupendum og Flúðasveppakaupendum fyrir og þetta var ansi mikil törn enda nærri 350 tré sem komu þetta árið.