„Ólympíuleikar barna“ 2023 í Kerhrauni

Enn og aftur er Versló skollin á sem er frábært og veðurguðinn sá um að veðrið var kjörið til að keppendur gætu náð sem bestum árangri enda mættir milli 30-40 keppendur sem allir höfðu eitt markmið og það að sigra.

Umsjón var í höndum Marenar Lindar (tengdadóttir formannsins) og systur hennar og fá þær systur mikið þakklæti frá okkur Kerhraunurum fyrir þeirra framlag.

Keppnin hófst kl. 11:00 og stóð til kl. 13:00 og skemmtu börn og foreldrar sé vel og í lokin fengu svo allir keppendur verðlaunapening fyrir góða þáttöku og frábæran árangur og líka nammipoki

.

Myndir frá verðlaunaafhendingunni fara í minningabankann og þó ekki allir fái mynd af sér þá er þetta vonandi eftirminnanlegur dagur fyrir alla keppendurna