Lokahóf golfmótsins hjá hinum „Sex fræknu“

Eftir undirbúnings golfmótið þurfti að halda lokahóf og að vanda var þar mikil gleði eins og sjá má á myndinni, fréttaritari fékk ekki nægilegar upplýsingar í lok mótsins um gengi spilaranna og þurfti því að leita upplýsinga hjá vallarverði. Var fréttaritara tjáð að sigurvegari mótsins, frú Lovísa hefði gert sér lítið fyrir og leikið á ellefur holum undir pari og geri aðrir betur. Smári lék aftur á móti á fimm höggum undir pari en svo kemur að hinu skemmtilega, hin fjögur urðu öll jöfn í 3ja sæti og voru bara sátt með það (reyndar öll yfir pari).

Eins og kom fram í fyrri frétt þá verður annað mót að ári með öllum þeim KERHRAUNURM sem spila golf og er víst að finna margan góðan golfarann á okkar ágæta svæði og mun undirbúningshópurinn fá harða keppni…)))