Fyrstu snjókorn vetrarins komu og fóru

Það er bráðnauðsynlegt að halda utan um atburði eins og þennan enda þó það sé ekki ávísun á að veturinn sé kominn þó eitthvað hvítt komu úr lofti, oft hefur verið ágætis veður alveg fram undir jól en sumir elska það þegar fyrsti snjór vetarins brestur á.

Það hefur verið mikið um haustgróðursetningar og alls fóru 181 stafafura í jörðu í september og það er yndislegt að hugsa til þess að senn verði öll tré sem sett hafa verið niður að stórum og fallegurm einstaklingum sem munu prýða Kerhraunið um ókomna framtíð.