Laugardagurinn 4. október byrjaði alhvítur í Kerhrauninu

Sá dagur sem vekur mann upp við það að veturinn sé kominn eða sé í námd er blandur tilfinningum, sumarið sem var svo skemmtilegt er að baki og framundan óvissa um hvort veturinn verði góður eða slæmur. En svo erum við svo fljót að venjast að brátt verður það dagsins önn og tilhlökkun um að það koma örugglega gott sumar sem tekur yfir.

Að vakna upp af og til alla nóttina við slyddu á gluggunum og rakastig ansi hátt inni varð til þess að ég vatt mér fram fyrir tjaldið til að gá hvað gengi á, þá var dagsbirtan að byrja að láta sjá sig og það er alltaf fallegt í dagrenningu, myndirnar eru teknar um 7:00.

P1020959

P1020960

P1020961

Þegar albjart var orðið um kl. 9:00 þá var svo fallegt á að líta að það minnti mann á jólin og auðvitað kemur alltaf aftur vor í dal.

P1020965

P1020964
P1020966

P1020963

P1020967