Langtímaspár benda til nokkurra vikna friðar frá lægðum

 

Það verður að segjast eins og er að þetta er frétt sem gleður marga og meðal annars gleður þessi frétt örugglega Kerhraunara sem eru að vona að veturinn verði snjóléttur og nú er bara að krossa fingur og vona að Einar hafi rétt fyrir sér.

 

 

Lítil úrkoma og hægur vindur gætu fylgt uppbroti á hringrás lofts á norðurhveli síðar í þessum mánuði og varað í tvær til þrjár vikur. Langtímaveðurspár benda óvenju eindregið til þess að veðurkerfi yfir Norður-Atlantshafi raðist upp á nýtt, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings.

Fréttina í heild sinni má sjá á eftirfarandi slóð:

http://www.visir.is/g/2017171108910/langtimaspar-benda-til-nokkurra-vikna-fridar-fra-laegdum