Jónsmessudraumur Kerhraunara – óboðnir gestir á ferðinni

23. júní 2014 er hlýr en sólarlítill og fáir á ferðinni, þó barst símtal, tilkynnt að í Kerhrauni væru 2 óboðnir gestir á ferðinni. „Amma myndar“ og Elfar brugðu undir sig betri fætinum og það verður að segjast að það er bjargföst trú „Ömmu myndar“ að Elfar hafi alist upp í villta vestrinu því það tók hann 3 mínútur að fanga hina óboðnu gesti.

Aum voru þessu þessi tvö litlu lömb, búin að týna mömmu sinni og sársvöng þrátt fyrir að þeim hafði fundist birkið hjá formanninum hið mesta góðgæti……)))), það er skemmt frá því að segja að nú eru þau komin heim til föðurhúsanna og verða vonandi þar um aldur og ævi,  þó sæt séu þá erum við ekkert hrifin af því að fá þau í heimsókn.

lömb

 Me meeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee