Jólakveðja til Kerhraunara jólin 2014

Í hugum flestra eru jólin tími friðar, gleði og góðra samskipta og þau minna okkur á hvað tíminn flýgur áfram. Einu sinni biðum við eftir hverju ári og hverjum áfanga, en nú reynum við sem eldri erum að spyrna við fótum svo okkur gefist tækifæri til að njóta daga lífins enda koma þeir hver með símum hætti. Á jólunumm eiga allir að njóta þess besta sem við getum leyft okkur, við sendum kveðjur, gefum gjafir, hlustum á söng og lestur um boðskap um gleði og frið. jólin ná alltaf að laða fram það besta og minna okkur á hvað það er sem skiptir hverju okkar mestu máli.

Jólin geta líka verið erfiður tími hjá mörgum sem eiga um sárt að binda og því ættum við að muna að jól og aðrar hátíðir gefa okkur tækifæri til að staldra við, skoða stöðu okkar og leggja rækt við það sem er okkur kærast. Jólin veita okkur tækifæri til þess að sýna kærleik og vera hans aðnjótandi.

Margir hafa væntingar og fyrirfram mótaðar hugmyndir um jólin en vandinn við allar væntingarnar sem tengjast jólum er sú sýn sem við höfum á samskiptum okkar við aðra. Fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og verða að vera vegna þess hvar við ólumst upp og svo hvernig samfélagið hefur mótað okkur í tímans rás. Sýn sem mótast af eigin þörfum okkar, t.d. þörfin fyrir að vera elskuð eða elskaður, eða þörfin fyrir að flestu fólki líki við okkur. Gerum raunhæfar kröfur til okkar sjálfra í jólaundirbúningnum og setjum markið ekki of hátt þá verða verkin létt og skemmtileg.

christmas_gifts-894917

 Hamingjan gefa þér gleðileg jól.
Gleðji og vermi þig miðsvetrarsól,
brosi þér himinn heiður og blár
hlýlegt þér verði hið komandi ár.

Stjórn óskar Kerhraunurum gleðilegra jóla, megi komandi dagar fara mjúkum höndum um ykkur öll.