G&Tdagurinn – Pyslupartý hjá Sóley og Gunna

Þessi laugardagur 24. maí 2014 verður lengi í minnum hafður og þá aðallega út af blessaða veðrinu sem var ekki að gera neinum greiða þann daginn, það var eins og veðurguðinn hefði ekkert annað að gera en að ausa vatni yfir okkur, vindurinn var líka í bana stuði og blés af öllum lífs og sálarinnar kröftum.

Sem sé rok og ringning þennan G&T dag.

Þegar góðu dagsverki er lokið þá er alltaf gott að geta slappað aðeins af, að vanda sá Sóley til þess að allri hefðu nógu að bíta og brenna og var ekki lengi að slá fram „einni með öllu“ og var hún við öllu búin þú blautt væri.

20140524_151037

Alli og Gunni voru dressaðir fyrir daginn og létu veðrið engin áhrif hafa á sig, ekki er vitað hvort þeir fengu sér pyslu en allavega fékk Gunni sér bauk

 

20140524_151020

Tveir góðir þeir Smári og Lúlli og nú er það spurningin hvort Lúlli á ekki eftir að bjóða í JCB húfuna hans Smára því hann hélt ekki vatni yfir því hvað húfan væri flott og tók varla augun af húfunni allt partíið. Ef einhver er í vafa hver Smári er þá er hann merktur í bak og fyrir

20140524_150934

„Yfirmaður gróðursetningamála“ hann Steini lét sig ekki vanta í pylsupartíð og mætti með alla fjölskylduna og takk fyrir hjálpina öll sömul

20140524_150843

 

Unnur í næsta húsi kann svo sannarlega að „pósa“ og ætti að auglýsa regnstakka fyrir alþjóðleg fyrirtæki

 

20140524_150954

„Amma myndar“ sem ekki myndaði í ár mætti til að sjá til þess að arftakinn hún Tóta hefði nokkuð gleymt að smella af.  Jói er eins og filmstjarna og Gunna eins og hallærishæna….)))

20140524_150828

Allt tókst þetta vel og niður fóru plönturnar og niður fór pylsurnar og niður fór bjórinn, þó verður ekki hægt að segja með sanni að G&T dagurinn standi alveg undir nafni því T gleymist alltaf og úr því þarf að bæta.

Stjórn vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í að gera þennan dag að góðum degi og hlakkar til að sjá ykkur hress að vanda að ári.