G&T dagurinn 2016 – 28. maí nk. kl. 13:00

Enn og aftur er komið að þessum skemmtilegasta degi ársins þar sem Kerhraunarar safnast saman og gera sér glaðan dag um leið og þeir púla aðeins í leiðinni og fá svo eitthvað smá að launum í lok dags.

Nú er líka komið að því að bjóða plöntur til kaups og eins og allir vita er allt gert til að fá góð verð sem stuðlar þá að því að við gróðursetjum og flýtum fyrir skjólgörðunum sem við flest bíðum eftir. Hver elskar ekki að fá svona bíl á hlaðið hjá sér og geta valið úr hvað manni finnst fallegast.

 

gogt

Tilboð á plöntum verða send til ykkar í dag í tölvupósti og gott er fyrir þá sem vantar mold að panta hana sem fyrst því hún kemur laugardaginn 21. maí og því ættu allir að geta undirbúið sig fyrir gróðursetninguna.

 

 

 

IMG_3166

Fleiri fréttir af G&T 2016 koma síðar.