Fyrsti vísir af trjáfjársjóði er mættur í Kerhraunið

Steinunn sem elskar Hall elskar líka rusl og flokkar allt í spað, þess vegna hefur hún sambönd sem urðu til þess að hún gat útvegað okkur kassa undir flöskur sem við ætlum að reyna að vera dugleg að safna í og kaupa tré fyrir andvirðið.

Í kvöld 20. maí 2016 skelltu þau hjónakornin sér í Kerhraunið með þennan þá gullfallega flöskukassa og ekkert smá þungann og það þurfti 2 vaska menn með þeim hjónum til að koma honum fyrir.

Nú er það einlæg ósk stjórnar að Kerhraunarar verði duglegir að setja flöskur í gáminn.

image

Takk innilega fyrir Steinunn og Hallur.