Að vanda höldum við G&T daginn með „pomp og prakt“, full tilhlökkunar enda hefur alltaf tekist mjög vel til. Þrátt fyrir að heyrst hafi í röddum sem finnst komið nóg þá verður þessari venju vonandi ekki hætt enda þarf líka að taka til og snyrta en ekki bara að gróðursetja.
Mæting er kl. 13:00 við ruslagáminn og endilega takið með ykkur verkfæri sem komið gætu að góðum notum.
Í lok verksins hittumst við að vanda hjá Sóley og Gunna og snæðum eitthvað gott og meðv´í.
Umfram allt er þetta dagur sem Kerhraunarar hittast og hafa það að markmiði að gera Kerhraunið að þeim stað sem við erum hvað stoltust af.
Þessi kona sló ekki hendinni á móti því að koma í Kerhraunið og var mikil prýði af henni eins og öllu sem er í Kerhrauninu er.