Fyrsta sinn í sögu Kerhrauns – myndir frá stjórnarfundi

Þá má segja að þetta séu merk tímamót því loksins mundi „Amma myndar“ eftir því að taka mynd á stjórnarfundi. Fundurinn var haldinn hjá Fanný og Herði og því var tilvalið að biðja Hörð að skella af svona eins og einni mynd af skemmtilegum stjórnarfundi og takk fyrir gott meðlæti á fundinum.

 

P1020973

Taka 1 – er hægt að segja að þetta sé skemmilegur fundur – NEI

P1020974

Taka 2 – er hægri hlið borðsins í stuðu? – NEI

P1020975 Taka 3 – er þetta ásættanleg mynd fyrir góðan fund? – NEI
.

Hörður samþykkti að gera enn eina tilraun en sagði að það væru sú allra síðasta sem hann reyndi að taka og útkoman í samræmi við dagskrá fundarins.

P1020976