Laugardagurinn sem rafmagnið fór af og hitaveitan líka

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að þessi vetur er farinn að fara í taugarnar á ansi mörgum og kominn tíma á að hann hætti að vera svona uppstökkur og sýni á sér blíðari hlið með batnandi veðri. Laugardagurinn 12. mars byrjaði með „bíbbi“ sem þýddi að rafmagnið væri farið af í Kerhrauninu, „blíng blíng“ stuttu seinna sem tilkynnti að heitavatnið væri farið af út af rafmagnsleysi…)), vá og ég ekki búin að opna bæði augun hvað þá að fá mér kaffi.

Nú upphófst röð símtala, ESSemmESSA, fésbókaskilaboða og eftir öll þessi samskipti var niðurstaðan sú að Finnsi yrði að fara austur út af heilalausa ísskápnum okkar sem reyndar er með nýjan heila en virkar samt ekki þegar rafmagnið fer. Það var líka búið að brúa það ástand að ef Finnsi festi sig sem var mjög sennilegt að gerðist yrði honum bjargað. Veður var kolvitlaust og búið að lýsa því yfir á fésinu að það væri bara jeppafært.

Það var eins og við manninn mælt að þegar hann komst út af þjóðveginum eftir mikinn hristing á heiðinni þá varð honum fljótlega ljóst að hann hefði það nú sennilega ekki heim að húsi, það gekk eftir og 800 mtr seinna var hann algjörlega stökk með kviðinn kolfastann við jörðu.

„Björgunakall 1“ herra Hörður fékk upphringingu, hann birtist á staðnum á nýju íslandsmeti, leysti verkefnið, parkeraði bílnum og kom Finnsa í hús og þá var rafmagnið komið á, heitavatnið líka, samt var ekkert vatn hjá okkur. Eftir smá tíma fór að koma vatn og Viðar sem hafði komið í heimsókn að tjékka hvort allt væri í lagi sendi mér skilboð að vatnið væri komið á, mikil léttir, hann fer heim til sín og Finnsi hringir og segið að vatnið sé farið aftur.

Svona gekk þetta um tíma og á endanum varð Siggi á Hæðarenda að koma og skrúfa fyrir blæðingu niður á vegi til að fá þrýsting í húsið. Til að gera langa sögu stutta þá verður vatnsnotkunin mikil þegar rafmagnið hefur farið af og við á hæðsta punki sem er sem sé síðastur í gogunarröðinni, því tekur það blessað kerfið einhvern tíma að jafna sig eftir öll þessi sjokk.

Loksins var kominn tími til að koma sér í bæinn aftur og þá varð að hringja í „Björgunarkall 2“ herra Hall sem var sko ekki lengi að koma Finnsa út á Biskupstungnabraut og því bera að þakka þessum fræknu mönnum að minn maður er kominn heim.

Veðráttan þessa helgina var vægast sagt hundleiðinleg en alltaf er jafn gaman að eiga myndir úr Kerhrauninu við hinar ýmsu aðstæður, góðar og slæmar.

finnsi1

finnsi2

finnsi4

finnsi5

finnsi6

finnsi7

finnsi8

IMG_0758

IMG_0759

IMG_0760