Aukahlið – Nauðsynlegar upplýsingar ef rafhliðið bilar

Þetta þurfum við öll að vita og kunna!

Eins og við vitum getur alltaf komið upp sú staða að rafmagnið fari af svæðinu eða rafmagnshliðið virki ekki. Þá eru góð ráð dýr ef við þurfum að komast inn eða út af svæðinu. Við búum svo vel að hafa við hliðina gamla hliðið sem við getum nýtt okkur.

Því er lokað með lás en lykillinn er geymdur í kassa á hliðinu.

Til þess að ná lyklinum út verðum við að kunna aðgangsorðið sem er talnaröðin, hana fáið þið senda til ykkar í tölvupósti.

EF við þurfum að nota hliðið verðum við að passa að loka því aftur með lásnum og ganga aftur frá lyklinum á sinn stað og breyta talnaröðinni.

 

r

NAUÐSYNLEGT ER AÐ LÁTA STRAX VITA EF RAFHLIÐIÐ VIRKAR EKKI Í SÍMA 896-4437