22. júní 2020 vorum við ekkert smá heppin

.
Já stundum leikur lánið við okkur og það gerðist í dag þegar við gátum fengið 11 bíla af fræsingi af Hellisheiðini og það er sko fengur í því.

Vegamálastjórinn mætti hér í öllu sínu veldi um 9:30 í hellirigningu en þá var Finnsi búinn að opna rafhliðið  og um kl. 11:00 mætti svo fyrsti bílinn og næstu 6 tíma var unnið að því að losa, draga úr hrúginni, slétta og svo valta. Ég gerði mitt besta að fæða karlinn svo hann héldi nú dampi..)))) og festa atburðinn á filmu.

Það er svo mikils virði fyrir okkur að hafa Hall að það hálfa væri nóg og hann á miklar þakkir skilið fyrir að standa í þessu fyrir okkur því það er sko ekki auðvelt að fá menn eða vélar bara sí svona allt í einu. og sem dæmi má nefna að það var engann hefil að fá svo Hallur slétti úr öllu með vélinni, þa’ var engan valtara að fá en til allrar lukku var Benni að valta grunn svo það var lagt á hann og í verkið fór hann. Takk Benni minn fyrir liðlegheitin.