Andlátsfrétt

Kolbrún Garðarsdóttir eða Kolla eins og við kölluðum hana sem næst henni bjuggum keypti Kerhraun 100 árið 2006 ásamt eiginmanni sínum Kjartani Jónassyni og síðan hafa þau varið drjúgum tíma ásamt fjölskyldunni í að ditta að og gera fallegt í kringum sig.  Kollu sáum við oftast á G&T deginum en hún var iðin við að mæta og leggja sitt að mörkum að gera Kerhaunið fallegt og oft sást hún á göngu þar sem hún tók til hendinni ef hún sá rusl.


Kolla fæddist í Hafnarfirði 26. júní 1958 og hún lést 3. apríl 2021 á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hennar verður sárt saknað og við Kerhraunarar vottum Kjartani, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur

 

Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.