Öryggisnúmer á sumarhús er nauðsynlegt – Upplýsingar

Landssamband sumarhúsaeigenda hefur haft forgöngu um að koma á öryggismerkingum á öll sumarhús í landinu frá árinu 2002. Þetta verkefni er unnið í dag í samvinnu við Neyðarlínuna og Þjóðskrá Íslands.

Tilgangur verkefnisins er að auka öryggi sumarhúsaeigenda. Algengt er að í neyðartilvikum fari björgunaraðilar villur vega vegna ónákvæmra upplýsinga um slysstað. Öryggisnúmer á sumarhús geta komið í veg fyrir að mikilvægur tími björgunarliðs fari til spillis í neyðartilvikum. Ennfremur geta þriðju aðilar með einföldum hætti látið vita ef vá steðjar að og látið Neyðarlínuna vita ef eigandi sumarhússins er ekki viðstaddur þannig hægt sé að hafa samband við eiganda sumarhússins.

Allir sumarhúsaeigendur sem ákveða að fara inn í þetta öryggiskerfi munu fá tvö skilti til að merkja húsið, innan og að utan.

Stærð skiltanna er 30 x 10 sentimetrar utanhúss og 15 x 5 sentimetrar innanhúss. Leiðbeiningar um uppsetningu mun fylgja skiltunum.

 

PÖTNUNARSÍMAR 581 3200 

Hægt er líka að leggja inn pöntun á sveinn@sumarhus.is með nafni, kennitölu og síma.