Tilgangur fundarins sem haldinn var með lögmanni og Sigurði á Hæðarenda var að fara yfir samningsdrög sem lágu fyrir og stefnt verður að því ljúka samningurinn sem fyrst. Það lítur út fyrir að áform um að hitaveitan verði tilbúin 1. ágúst nk.…
Senn koma páskar

Venjulega erum við full tilhlökkunar þegar páskar nálgast en við erum yfirleitt ekki mikið að spá í þessa daga sem framundan eru eða öllu heldur hvaða tilgangi þeir þjóna, hér að neðan er smá fróðleikur um komandi daga. „Fimmtudagur í dymbilviku nefnist Skírdagur.…
Unnið áfram að hitaveitumálum
Þótt lítið hafi heyrt um hitaveitumálin eftir að skráningu lauk þá er skemmst frá því að segja að unnið hefur verið hörðum höndum að samningsdrögum og verður frekari upplýsingum komið á framfæri eins fljótt og unnt er.
Sjóðheitar fréttir af skráningu fyrir hitaveitu
Í dag 17. mars gerðist sá gleðilegi atburður að það bættust við 4 tengiréttargjöld þannig að í dag hafa 10 skráð sig fyrir tengiréttargjaldi.
Hitaveita – framhald
ENN VERÐUR ÁFRAM HÆGT AÐ SKRÁ ÞIG FYRIR HITAVEITU þó formlegri skráningu á vilja KERHRAUNARA til þess að fá hitaveitu 2010 sé lokið, því lágmarks þátttöku þurfti til og okkur tókst það. 28 skráðu sig fyrir tengigjaldi, 6 fyrir tengiréttargjali og…
HVERJIR ERU BESTIR Í SKRÁNINGUM???? – KERHRAUNARAR
Skráning fyrir hitaveitu er lokið
Niðurstaða: 28 skráðu sig fyrir tengigjaldi og 11 fyrir tengiréttargjaldi.
Síðasti skráningardagur í dag – ÞÍN SKRÁNING SKIPTIR SKÖPUM
Ekki eru nema 8,5 klst þar til skráningu lýkur fyrir heitu vatni. Eftir daginn í dag mun nefndin koma saman og leggja á ráðin með framhaldið. Þau ykkar sem eruð enn í vafa þurfið að leggjast undir feld til 20:00 í…
Hitaveita
Undir þennan lið verða settar ýmsar upplýsingar er varða hitaveituna, aðallega tæknilegar upplýsingar er gætu komið að gagni þegar til framkvæmda kemur og einnig til fróðleiks. Útfærslur neysluvatnskerfa
Takmarkaður öxulþungi
Á stjórnarfundi sem haldinn var 9. mars sl. var samþykkti að takmarka öxulþunga á vegum á tímabilinu 1. apríl – 20. maí ár hvert við 2,5 tonn en vegna aurbleytu í vegum núna verður takmarkaður öxulþungi frá 10. mars. Vinsamleg tilmæli til félagsmanna að…