Senn koma páskar

Venjulega erum við full tilhlökkunar þegar páskar nálgast en við erum yfirleitt ekki mikið að spá í þessa daga sem framundan eru eða öllu heldur hvaða tilgangi þeir þjóna, hér að neðan er smá fróðleikur um komandi daga.

„Fimmtudagur í dymbilviku nefnist Skírdagur. Þá minnast kristnir menn þess er Jesús neytti síðustu kvöldmáltíðarinnar með lærisveinum sínum. Lýsingarorðið „skír“ merkir hreinn og vísar hér bæði til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna og til hreinsunar sálarinnar en dagurinn hefur í Kristni öðlast sess sem dagur iðrunar.

Samkvæmt kristinni trú var Jesús krossfestur á Föstudeginum langa. Nafnið vísar til hinnar löngu pínu Krists á krossinum.

Páskadagur er ein mesta hátíð kristinna manna en þá fagna þeir því að Jesús reis upp frá dauðum. Samkvæmt þjóðtrú dansar sólin af gleði nokkur augnablik á páskadagsmorgun, á nákvæmlega sömu stundu og Jesús reis upp frá dauðum.“

En frá fróðleik yfir í eitthvað léttara, þetta eru dagar þar sem fólk er mikið á ferðinni og Kerhraunarar streyma í sveitasæluna með páskagleðina og páskaeggin í farteskinu, farið því varlega í umferðinni og munið að þið þurfið að hlaupa alla leið frá Reykjavík til Hellu til að losna við páskeggið…))).

 

GLEÐILEGA PÁKSA