Allir hlæja á Öskudaginn, ó henni Tótu finnst svo gaman þá

Það verður aldrei hægt að segja um Tótu að hún passi ekki upp á að vera þar sem fjörið er, ó nei, nú brá mín undir sig betri fætinum í tilefni dagsins og söng fyrir nánast öll helstu stórfyrirtæki landsins og það á innan við  þremur tímum. Sér til aðstoðar hafði hún nunnu og Línu langsokk og sagan segir að þær stöllur hafi hreinlega slegið í gegn.

Þessi mynd náðist af liðinu í Íslenskri erfðagreiningu, þær höfðu þá lokið við syrpu af þorra- og góulögum og vildu starfsmenn ÍE ólmir fá mynd af öskudagsliðinu. Maðurinn með hattinn mun vera yfirmaður genadeildarinnar en það náðist ekki að fá upp úr konunni fyrir hlátri í hvaða deild hún væri. Já henni Tótu er ekki fisjað saman og hvað þá hinum.