Kerhraun

Vorilmur í lofti í Kerhrauni laugardaginn 18. janúar 2014

Það verður að segast alveg eins og er að það var gríðarlegur spenningur í lofti hjá okkur hjónunum þegar við vöknuðum laugardagsmorguninn 18. janúar, það var komið að því að fara í Kerhaunið eftir margra mánaða fjarveru. Því rifum við okkur á lappir og út í bíl með viðkomu í Hveragerði til að afla fæðu.

Færðin var eins og á sumardegi alveg þar til beygt var inn í Kerhraunið af Biskupstungnabrautinni, þá tók við klaki og hálka en það var víða komið niður í möl og því vel fært fyrir allar gerðir bíla, þegar komið var heim á hlað til okkur var brekkan ófær.
.

 

Þá var nú gott að geta gripið til „Grænu þrumunnar“ enda þörf á, gjörsamlega ófært alveg heim að kúlu, því fór frúin á fjórum fótum eins langt og hún komst og Finnsi hóf mokstur.

 

Mikið var nú gaman að koma aftur og finna vorilm í lofti, ekkert rok og hinn fallegasti dagur í alla staði.

 

.
Finnsi með birgðirnar
.
.
Fyrir mokstur
.
.
Nú skal „Græna þruman“ tekin fram
.
.
Aftur orðið gaman hjá Finnsa
.
.
Leiðin greiðfær
.
.
jafnvel skautasvellið tilbúið og áhorfendapallarninr líka