Þorrablót Kerhraunara haldið 8. febrúar 2014 í nr. 99

Hið árlega þorrblót okkar Kerhraunara er loksins að verða að veruleika, sumir búnir að bíða eftir því að árið liði því hvað er meira gaman en að hitta skemmtilegt fólk og allir eru sammála um að þetta hafa verið alveg sérstaklega skemmtileg þorrablót. Það þarf ekki annað en að kíkja á heimasíðuna og þá vilja allir vera með.

Að þessu sinni er það sjálfur formaðurinn okkar hann Hans og hans frábæra kona hún Tóta sem bjóða fram aðstöðu fyrir fögnuðinn og færum við þeim þakkir fyrir þeirra framlag.

Af hverju skyldum við vilja halda þorrablót en ekki bara árshátíð þar sem tengingin við þorra er ekki endilega mikil ánægja.

Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst í janúar og er langt fram í febrúar er góa byrjar. Veður eru oft válynd á þessum tíma og hafa þessir mánuðir reynst mörgum erfiðir einkum fyrr á öldum, farið var að ganga á matarforðann og kuldar voru miklir. Máltækið að þreyja þorrann og góuna, er merkir að þola tímabundna erfiðleika, tengist einmitt því að lifa af þessa vetrarmánuði.

Við erum svo heppinn að lifa á öðrum og betri tímum, við þreyjum þorrann í heitum húsum, með mikið að mat, skvettum úr klaufunum og höfum breytt þeirri gömlu venju að gefa bóndanum blóm eða gera vel við hann á annan hátt. Nú er það jafnræði sem gildir.

Þorramaturinn er kominn í búðir áður en þorrinn sjálfur gengur í garð og finnst mörgum ómissandi að gæða sér á gómsætum hrútspungum, lundabagga, hákarli, og fleiru.

Því blásum við til leiks í Kerhrauninu og gerum okkur glaðan dag á þorrablótinu með því að snæða þorramat í ómældu magni og hlýða á skemmtiatriði ýmiskonar hjá Hans og Tótu og reiknum með að byrja á slaginu 6:30.

 

 

  

 

Fyrir þá sem prufa rabbabarafordrykkinn hans Hans þá þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki heim.

Eins og allir vita „Eftir einn, ei ekur neinn“  og því mun Ómar Gunnars-/Sóleyjarson sjá um að koma fólki heim.