Kerhraun

Vorverkin eru hafin í Kerhrauni þetta árið – veðurfar skiptir engu máli þegar vortilfinningin tekur völdin

Auður og Steini brugðu sér í sveitasæluna og eins og altaf þá er farið að spá og spekúera, auðvitað kannar og skannar Steini landareignina og viti menn, kemst hann ekki að því að það var ekkert frost í jörðu, sennilega hefur verið það mikill snjór í vetur að það hefur ekki náð að frysta eins mikið eins og ef jörð hefði verið auð.

Hvað með það, minn maður tók sig til og tilkynnti frúnni að nú færi hann í  það að flytja gróður til, skellti sér svo í úlpuna og húfuna á hausinn og tók til við að stinga upp tré og viti menn það gekk eins og í sögu.

Hvað segir þetta okkur? Jú, er ekki bara málið að gera hið sama ef þörfin er til staðar, þó má geta þess að þau hjón hafa verið svo lengi á svæðinu að þau hafa dálítið forskot á okkur hin.
.


.

.

.
Kerhraunið í hvítum klæðum
.