Menn leggja mikið á sig fyrir aðalfund Kerhraunara sem haldinn verður miðvikudaginn 14. mars

Eins og öllum má ljóst vera sem lesið hafa stjórnarfundargerðirnar þá ætlar Hans Einarsson að bjóða sig fram til formanns á aðalfundinum þar sem Elfar Eiríksson núverandi formaður hefur ákveðið að flytja til Noregs.

Hans hefur verið mikið erlendis vegna vinnu sinnar og einn daginn stóð hann frammi fyrir því að vera ekki á aðalfundinum þegar kosningin færi fram. Hans er mikill keppnismaður og gerði sér strax grein fyrir því að einhvern veginn yrði hann að minna á sig. Þar sem hann var staddur í Kína og yðri það líka á aðalfundardegi var drifið í því að gera kosningamynd og var hún send með hraði til Íslands til að skreyta aðalfundarsalinn.

Plönin hafa breyst og Hans verður á aðalfundinum, því er tilvalið að láta myndina á heimasíðuna þar sem hennar er ekki lengur þörf á fundinum og nú kjósum við Hans.