Sá yndislegi atburður átti sér stað í gær að vegir í Kerhrauni voru heflaðir ÁSAMT hinum hörmulega vegi sem enginn vill eiga, ef einhverjir eru ekki að skilja hvaða vegur það er þá er verið að tala um gamla suðurlandsveginn.
Að sögn er vegurinn alveg æði og nú er ekkert annað hægt að gera en að gleðjast yfir þessu og keyra veginn af skynsemi.