Dagurinn fyrir G&T daginn – undirbúningur

Það er nú einu sinni þannig að þegar farið er í einhverjar framkvæmdir þá er það undirbúningurinn sem þarf að vera í lagi og það er hlutverk stjórnarmann að „Hugsa í lausnum“ enda kosnir til þess og því var planað, planað og planað.

Þrátt fyrir þetta þá riðlaðist undirbúningurinn aðeins, „Blómabílinn“ var kallaður upp á fjöll og þarf með kom hluti trjánna degi fyrr en planað var, stjórnarmenn létu það ekki á sig fá og tóku bara frí í vinnunni og voru mættir kl 8:00 að morgni í skítakulda og næðingi´og settu sig í stellingar fyrir komu trjánna.

Troðfullur bíllinn renndi í hlað og um leið var hafist handa við losun sem tók sinn tíma en allt hafðist þetta þó með seiglunni, síðan tók við sérstök heimsendingarþjónusta til trjákaupenda enda veðrið þannig að betra var að koma trjá í betra skjól.

Ekki er öll sagan sögð því næst var það gróðurmoldin sem átti að skella og og gerði það, þá hófst smá ævintýri því þessi þá svakalegi traktor kom með þessa þá svakalegu kerru í eftirdragi og það var eins og við manninn mælt, í staðinn fyrir að moldin færi af kerrunni þá sökk kerran á bólakaf á planinu:

Nú vori góð ráð dýr, enginn gat komist inn á svæðð, þeir sem komu tóku þó vandamálinu með mikilli yfirvegun. Svo var hringt í allar áttir til að finna einhvern sem gæti nú bjargað þessu ófremdarástandi og þökk sé þeim mönnum sem tóku þátt í því að bjarga þessu enda hafðist þetta með smá yfirlegu og góðum dráttarbíl.

.


.

.

Þá er þessari losun lokið
.

.
Nýtt ævintýri
.

.
Ekkert gekk og kerran fór bara dýpra
.

.
Bjarmætturinn mættur og hann leit yfir verkefnið og hvarf svo
.

.
Ekkert hægt að gera nema að halda að sér hita á bóndanum
.

.
Bjargvætturinn mættur með stórt tæki
.

.
Meðan sunnanmenn voru kappklæddir þá viðruðu austanmenn sína botna
.


.

.
Það var bara alveg að kvikna í skítum við átökin