VERSLÓ 2010 – Barnaleikir

Auglýst barnadagskrá var kl. 15:00, áttu öll börn að mæta við vegamótin og í byrjun komu aðeins 4 börn en áttu eftir að verða mun fleiri stuttu síðar. Skipuleggjandi allra tíma Garðar Vilhjálmsson tók á móti börnunum en hann hafði unnið hörðum höndum að undirbúningi ekki aðeins til að skemmta börnunum heldur líka okkur hinum sem mættu á staðinn. Það er skemmst frá því að segja að þetta varð hin besta skemmtun enda sýndu margir mikil og góð tilþrif í leikjunum og eiga örugglega eftir að verða landsfrægir.

Fyrst á dagskrá var ratleikur en þar áttu börnin að hlaupa stuttan hring og á fyrirfram ákveðnum stöðum var falið sælgæti sem þau áttu að finna, en til þess að þau fyndu sælgætið las Garðar leiðarlýsingu sem var þannig uppbyggð að börnin áttu að fræðast um Kerhraunið í leiðinni. Kappið var mikið og uppskáru þau heilan helling, á miðri leið fjölgaði svo snarlega í hópnum og allir komu í mark sælir og glaðir.

Svo var komið að GRJÓTKASTI (líkist kúluvarpi) og þá voru þeir fullorðnu svo spenntir að Garðar skellti líka á keppni þeirra á milli. Þarna sáust sko aldeilis tilþrif meða barna, karla og kvenna og því er best að láta myndirnar tala sínu mál.

 


.

Eftirtektarvert að skoða í myndasafninu:  Innnranet/Myndir/Árið 2010.

Takið eftir stíl formannsins, þetta er norskur vals
Það var eins gott að það var engin flugvél í lágflugi þegar Garðar kastaði
Af hverju er Steini með krosslagðar hendur samfleytt í 2 tíma um miðjan dag
Því er engin mynd af Guðrúnu þegar hún kastaði lengsta kasti dagsins