Verðlaunaafhending á varðeldi 2010

Á varðeldinum laugardagskvöldið 31. júlí fór fram verðlaunaafhending fyrir hin ýmsu afrek og vakti hún mikla kátínu meðal viðstaddra enda sá Garðar um á sinn einstaka hátt að koma HÁTT og SKÝRT til skila fyrir hvað viðkomandi var að fá viðurkenningu og var þetta fjölbreytt flóra afreka sem skráð var á blað Kerhraunsins.

Verðlaunapeningurinn var hinn veglegasti og merktur sérstaklega KERHRAUN, því má segja að við séum komin á kortið og börn sem fullorðnir glöddust mjög yfir viðurkenningunni og fyrir hönd allra Kerhraunara er hér með komið á framfæri innilegu þakklæti til Garðars Vilhjálmssonar fyrir hans frábæra framlag til þessa dagskrárliðar og vonumst við til að eiga eftir að njóta hans framlags um ókomin ár.

 


.
Sum „BÖRN“ fögnuðu meira en önnur


„Amma myndar“ biðst afsökunar á því að hafa ekki náð fleiri myndum en vegna anna við REIKA þá missti hún af einhverju, nema að Garðar hafi hreinlega gleymt að afhenda einhverju afreksfólki verðlaunin sín….))))

Allar myndir sem teknar voru er að finna: Innranet/myndir/Árið2010