Versló 2021 – „Ólympíuleikar barna“ í skugga COVID

Engann hefði órað fyrir því að við vætum enn að glíma við COVID í águst 2021 en þannig er nú ástandið og því snúm við vörn í sókn og gerum þetta þannig í þetta sinn að engin áhætta sé tekin.

„Ólympíuleikar barna“ verða að þessu sinni þannig að hver fjölskylda heldur sína eigin „Ólympíuleika“ og getur framkvæmt það sem fyrir þá er lagt einhvern tímann á laugardeginu þegar hentar. Allir fylgja eftirfarandi fyrirmælum og foreldri verður að vera duglegt að mynda sína búbblu og senda myndir á kerhraun@kerhraun.is og síðan verða þær settar á heimasíðuna.

Þegar búið er að uppfylla allt sem stendur í leiðbeiningunum þá skal skila úrlausnum til Hörpu

Fjársjóðsleit og þrautir.

Nú ætlum við út að leika krakkar.

Það væri gaman að þið gætuð tekið myndir af ykkur á meðan þið eruð á ferðinni.

Þið ætlið að fara út og finna allt það sem er á þessum lista og hafið endilega með ykkur lítinn poka.

Fjársjóðaleit

  1. Fallegt fjólublátt blóm.
  2. Eitthvað gult.
  3. Fjögur mismunandi laufblöð.
  4. Grein sem er ekki lengur á tré.
  5. Ber annað hvort krækiber eða bláber eða hrútaber. Þau þurfa ekki að vera orðin þroskuð.
  6. Frekar stóran rauðan stein.
  7. Fjöður
  8. Eggjaskurn úr hreiðri eða hreiður sem allir ungar eru flognir úr.
  9. Eitthvað bleikt.
  10. Tíu löng strá.

 

Blómaskreytingakeppni

Finnið hráefni úr umhverfinu og búið til fallegan blómvönd, blómaskreitingu, höfuðkrans eða eitthvað annað úr þessu sem þið finnið.

Takið myndir af öllu sem þið finnið og liðinu ykkar líka.  Takið líka mynd af skreytingunni ykkar.

 

Hreyfiþrautir

5 froskahopp, 2 handahlaup, 10 valhop, fílaganga, köngurló, standa á höndum og standa á haus. Hver er mesti íþróttaálfurinn.

Takið mynd af ykkur við frisbígolfkörfu. Kannski gaman ef þið eruð búin að hitta í hana……….

 

Aukaleikur fyrir þá sem eru alvöru keppnis.

Nöfn á Kerhraunurum eða gestum um helgina sem byrja á sem flestum stöfum stafrófsins.

Dæmi: Aðalsteinn, Björk, Dagný, Eydís……………..og enda á Ö-inu…….. Eitt stig fyrir hvert nafn.

 

Verðlaun í boði og smá nammi