„MINI varðeldur“ í Gilinu laugardagskvöldið 31. júlí kl. 20:00

Til að gera okkur kleift að hittast annað kvöld þá verður „Mini varðeldur“ tendraður kl 20:00 og auðvitað vita allir að nú er ástandið ekki gott hér á landi og því verðum við sem ætlum að mæta að gæta ítrustu varnkárni.

Þeir sem kjósa að hafa grímur gera það og munum að vera ekkert að kjassast of mikið. Börnin fá prik ef þau vilja koma með sylkurpúða og grilla og bollur sem Úlla snillingur sér um.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.