VERSLÓ 2015 – dagskrá barna og fullorðinna

Undirbúningur fyrir fjölskylduhátíð Kerhraunsins,  „VERSLÓ 2015″  sem haldin verður laugardaginn 1. ágúst nk. er lokið og kominn tími til að auglýsa dagskrá dagsins. Hátíðin hefur verið vel heppnuð undanfarin ár og hafa Kerhraunarar og fjölskyldur þeirra sýnt sig og séð aðra þessa helgi í Kerhrauninu.

MINI Ólympíuleikarnir 2015 hefjast stundvíslega kl. 13:00, stundvíslega kl. 13:00 við gatnamótin hjá Ása formanni, fyrir þá sem nýjir eru þá er beygt til hægri þegar  beini kaflinn endar og síðaaflýðandi beygja til vinstri og þá blasir hús formannsins við á vinstri hönd.

mini

 

Varðeldurinn verður að hætti innfæddra og verður tendraður á slaginu kl. 20:00. Allir beðnir um að koma með góða skapið með sér, sína fögru rödd og jafnvel sleipiefni fyrir raddböndin og munið að þið verðið að sjá um að skemmta ykkur og hinum í leiðinni.

gassi

Sjáumst hress, ekkert stress, bless, bless