Aukahús skollið á hjá Darra og Svövu – looks good

Fimmtudaginn 30. júlí 2015 voru miklar framkvæmdir í gangi hjá Eyjafólkinu Svövu og Darra því seinnipartinn renndi í hlað kranabíll með gám, fréttaritari skellti sér á staðinn því fyrr um daginn hafði Darri sem vill alltaf „look“ vel koma því á framfæri til Kerhraunara að þessir hlunkar sem voru að skella á yrðu ekki svona útlítandi nema til vors en þá á að setja þak og klæða þá að utan eins og húsið.

Hér með er þessu komið til skila, læt fylgja hér með nokkrar myndir af framkvæmdinni.

 

Eyjapeyjar hjálpa eyjapeyjum

darriönnur

Það er eins og sá sem svaf þarna inni hafi rétt náð að draga gardínuna upp áður en gámurinn var hífaður upp

darriþriðja

Skyldi Darri hafa gleymt að einangra grunninn, þá er eins gott að drífa í því núna, nei, svona er þetta gert við gámana

darrifjorda
Jæja þá skal gámurinn settur á framtíðarstaðinn

darrifimmta

Það gekk ekki alveg í fyrstu tilraun að setja gáminn niður því eftir því sem bilið minnkaði
þá langaði plötunum bara að flúga burtu frekar en að fá þetta flykki ofan á sig.

darrisjotta

Hér er fyrsti gámurinn kominn á sinn stað og þá var tími til að fagna því, Svava var þó ekkert á því að fagna strax

darri3

Síðan kom kranabíllinn aftur með gám nr. 2 og hér eru þessar elskur komnar saman

Bara svona í framhaldi af áhyggjum Darra af því að okkur Kerhraunurum finnist þessir gámar heil hörmung, þá getur hann huggað sig við að bráðum fer pallhýsið af lóðinni á móti honum og það mun eftirvill gleðja einhverja.

Voða var sætt að ykkur hjónum að koma með tvö önnur „bjúdí“ til að dáðst af fram á vor.

Þetta verður alveg frábært þegar þessari framkvæmd verður lokið og það er öruggt að enginn hefur áhyggjur af því að þetta verði alltaf svona.