VERSLÓ 2012 – DAGSKRÁ – MINI Ólympíuleikar fyrir börn

Verslunarmannahelgin nálgast óðfluga, því er rétt að kynna dagskránna og byrja á blessuðum börnunum.

Í ár verða MINI Ólympíuleikar fyrir börn haldnir og hefst setningarathöfnin kl. 14:00, laugardaginn 4. ágúst við vegamótin hjá Sóley. Allskonar leikir verða í boði og verðlaun veitt.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku barna á gudrunmn@simnet.is það sparar tíma að vera komin með einhver nöfn.

Síðan er VARÐELDURINN um kvöldið og þá er það undir ykkur komið Kerhraunarar að skemmta sér og sínum sem allra best og fagna því að „Amma myndar“ er ekki á staðnum til að festa það sem fram fer á filmu en Sóley og co slá taktinn og Gunni lemur húðir.