Upplýsingar frá oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps

Körfur undir lífrænan úrgang:

Til þess að hjálpa fólki að komast af stað í flokkun á lífrænum úrgangi hefur sveitarfélagið ákveðið að gefa öllum frístundahúsaeigendum sérstök söfnunarílát fyrir úrganginn. Um er að ræða græna 8 lítra körfu með loki sem hentar vel undir lífrænan úrgang. Með körfunni fylgir ein rúlla af maíspokum, en eins og við vitum þá má aðeins skila lífrænum úrgangi í pokum úr maís eða í bréfpokum. Það er hægt að nálgast körfurnar á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma milli 9:00 og 15:00 alla virka daga.

Stjórn verður með körfur og poka á aðalfundinum fyrir þá sem hafa ekki tök á að nálgast körfurnar á virkum dögum.

 

Flokkun á okkar ábyrgð:

Eins og áður hefur komið fram þá var tekið upp flokkunarkerfi 1. jan. sl. Á gogg.is er að finna nákvæmar og hagnýtar upplýsingar um flokkunina sem alfarið er á okkar ábyrgð. Gámurinn verður væntanlega hjá okkur fram í apríl en eftir að hann fer verður hver og einn að sjá um sitt flokkaða sorp. Við viljum benda ykkur á fésbókarsíðuna Gámastöðin Seyðishólum – gerast vinir hennar – því þar er að finna fjölbreyttar upplýsingar.

 

Fyrirhugaðar grenndarstöðvar:

Nú er grenndarstöðin / flokkunarstöðin við Seyðishólana en til stendur að fjölga grenndarstöðvum og koma þeim jafnframt upp  við Ásgarður ( við Búrfellið ), við Vaðnesveg, Úlfljótsvatn, Borg og Hraunborgir.

 

Álagningarseðlar:

Þá er að finna inn á www.island.is  og útskýringar á seðlinum er hægt að finna á heimasíðu hreppsins –  gogg.is .